Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Skólahreysti 2008 framundan !

gulli

Við Andrés sterki vorum á okkur 3 æfingu í dag!  Vá maður ég er alveg búinn á því.  Málið er að Skólahreysti fer af stað eftir áramótin alveg eins og í fyrra,  fyrir þá sem ekki vita hvað það er, þá er þetta ein skemmtilegast keppni sem haldin hefur verið, krakkar í 8-9 bekk grunnskóla keppa í hreysti, og þarna er keppt í því að hanga, fara armbeygjur, hífa sig upp á slá og margt fleira og ekki má gleyma hraðabrautinni sem Andrés Guðmundsson setti saman fyrir Fittness keppni fyrir nokkrum árum, þetta er keppni milli skóla . Allavega ! Karlarni þurfa að koma sér í form fyrir keppnina, ekki það að við séum að fara að taka þátt, heldur er Andrés Pabbi keppninnar og þarf þar af leiðandi að vera í formi niður á gólfi þegar hann ræsir krakkana í hraðabrautina og ég "kallinn" þarf líka að vera í formi því eins og í fyrra kynni ég þetta fyrir Skjá 1.

Æfingin í dag byrjaði á að hlaupa og ganga rösklega til skiptis í 20 min, þar á eftir magaæfingar dauðans, teygja síðan á mjöðmum og mjóbaki þangað til manni lá við yfirliði, lyfta síðan í bekk, 60 uppí 85 kg, svo niður í 40 kg. 15 sinnum, aftur magaæfingar, upphífingar, armbeygjur,  og hvað þetta heitir nú allt á fullu í klukkutíma, þá hélt ég að þetta væri að vera búið, nei þá segir Andrés "skreytum aðeins áður en við hættum"  ha! sagði ég hvað er nú það? jú það er að gera æfingar fyrir upphandleggsvöðvana að framan og aftan "bíseb og tríseb" þá var tekið á því, eftir þetta hugsaði ég aftur, nú er þetta að vera búið, nei nei dregur ekki kallinn (Andrés) upp sippubandið, eftir 10 min í sippi var ég farin að líta í kring um mig eftir ruslafötu til að gubba í, en allt fór þetta vel púlsinn fór aldrei yfir 162 og við félagarnir fórum sælir og glaði út úr æfingastöðinni.  Andinn var góður eins og Andrés segir oft. 

Þetta var bara fyrsta vikan, ef þetta heldur svona áfram má Ívar Guðmundsson fara að vara sig. 

Mundu að smæla framan í heiminn, þá smælar heimurinn framan í þig !

Góða helgi.

 

 


Höfundur

Gunnlaugur Helgason
Gunnlaugur Helgason

Gunnlaugur er húsasmiðameistari, leikari og fjölmiðlamaður.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband