Leita í fréttum mbl.is

Frábær geisladiskur !

katie_melua

 

Í dag labbaði ég inn í Hagkaup og keypti mér geisladisk !  Þetta er eitthvað sem ég geri ekki oft, hversvegna? jú í 24 ár starfaði ég við útvarp og fékk þá yfirleitt diskana gefins, þetta var svona svipað og þegar Allan Sherer hætti að spila fótbolta þá sagði hann: "nú þarf ég að kaupa mér bíl í fyrsta sinn, hingað til hef ég fengið þá gefins".  Þetta var skemmtileg tilfinning, ég hafði heyrt þennan disk auglýstan, heyrt eitt og eitt lag af honum á Bylgjunni, svo í dag, meðan þrjú af mínum börnum voru að skoða dótið í Hagkaup labbaði ég yfir í diskadeild Hagkaupa og sá þá diskinn í rekkanum, tók hann, borgaði, ásamt Pets dóti, Hot Wheels bíl og Ronaldinio svitabandi, keyrði heim og setti hann beint í spilarann uppí stofu, sem ég nota því miður ekki oft, þvílíkur unaður, heimilishaldið róaðist, (kannski var það bara ég) þessi diskur er fullur af skemmtilegum melódíum og frábærum textum, ég mæli hiklaust með honum, sannkallaður unaður í hröðu samfélagi nútímans. Söngkonan unga heitir Katie Melua og diskurinn Pictures.

 Takk fyrir mig Katie !

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Koma ekki brandarar úr svörtu bókinni?

Kristinn Björgúlfsson (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 22:13

2 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Já góð tónlist getur fært mann yfir í aðra veröld... börnin njóta þess líka.

Katie er frábær... ef þú villt hlusta á aðra jafn góða náðu þá í disk með söngkonunni Alicia Keys...  

Linda Lea Bogadóttir, 14.10.2007 kl. 11:25

3 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Nei nei nei Gulli ekki.......hlustaðu þá frekar á Malene Mortensen...malenemortensen.dk

Einar Bragi Bragason., 15.10.2007 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur Helgason
Gunnlaugur Helgason

Gunnlaugur er húsasmiðameistari, leikari og fjölmiðlamaður.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband