Færsluflokkur: Bloggar
24.10.2007 | 21:04
VANDAMÁLATRÉÐ
Smiðurinn sem ég réð til að hjálpa mér að gera upp gamalt sveitabýli, hafði nýlokið erfiðum fyrsta degi í vinnunni. Hann var klukkutíma of seinn í vinnuna vegna þess að það sprakk dekk á bílnum, rafmagnssögin hans gafst upp, og nú neitaði forni pallbíllinn hans að fara í gang. Meðan ég keyrði hann heim, sat hann við hlið mér í steingerfðri þögn. Þegar við vorum komnir, bauð hann mér inn til að hitta fjölskylduna. Þar sem við gengum að útidyrunum, stoppaði hann stuttlega við lítið tré og snerti trjágreinarnar með báðum höndum.Eftir að hann opnaði hurðina, varð á honum undursamleg breyting. Sólbrúnt andlit hans rifnaði í brosi og hann faðmaði börnin sín tvö og kyssti konuna sína. Seinna gekk hann með mér að bílnum mínum. Við gengum framhjá trénu og forvitnin náði tökum á mér. Ég spurði hann um það sem ég hafði séð hann gera fyrr um kvöldið. "Æ, þetta er vandamálatréð mitt," svaraði hann. "Ég veit að ég kemst ekki hjá vandamálum í vinnunni, en það er eitt sem víst er, að þau eiga ekki heima á heimili mínu hjá konu minni og börnum. Þannig að ég hengi þau á tréð þegar ég kem heim á kvöldin. Síðan tek ég þau aftur af trénu á morgnana." "Það skrýtna er," sagði hann og brosti, "að þegar ég kem út á morgnana og tek þau upp, þá eru þau ekki næstum eins mörg og mig minnti að ég hefði hengt upp kvöldið áður."
Ókunnur höfundur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.10.2007 | 22:02
Frábær geisladiskur !
Í dag labbaði ég inn í Hagkaup og keypti mér geisladisk ! Þetta er eitthvað sem ég geri ekki oft, hversvegna? jú í 24 ár starfaði ég við útvarp og fékk þá yfirleitt diskana gefins, þetta var svona svipað og þegar Allan Sherer hætti að spila fótbolta þá sagði hann: "nú þarf ég að kaupa mér bíl í fyrsta sinn, hingað til hef ég fengið þá gefins". Þetta var skemmtileg tilfinning, ég hafði heyrt þennan disk auglýstan, heyrt eitt og eitt lag af honum á Bylgjunni, svo í dag, meðan þrjú af mínum börnum voru að skoða dótið í Hagkaup labbaði ég yfir í diskadeild Hagkaupa og sá þá diskinn í rekkanum, tók hann, borgaði, ásamt Pets dóti, Hot Wheels bíl og Ronaldinio svitabandi, keyrði heim og setti hann beint í spilarann uppí stofu, sem ég nota því miður ekki oft, þvílíkur unaður, heimilishaldið róaðist, (kannski var það bara ég) þessi diskur er fullur af skemmtilegum melódíum og frábærum textum, ég mæli hiklaust með honum, sannkallaður unaður í hröðu samfélagi nútímans. Söngkonan unga heitir Katie Melua og diskurinn Pictures.
Takk fyrir mig Katie !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.10.2007 | 20:52
Sigur Rós í viðtali !
Þetta verðið þið að skoða. Tónlistarmenn í takt við tónlistina sem þeir leika.
http://www.npr.org/blogs/bryantpark/2007/10/
Bloggar | Breytt 12.10.2007 kl. 22:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.9.2007 | 19:58
"Sara Elísa er framtíðin"...
Þetta sagði ein ágæt kona við mig þegar ég var staddur á myndlistarsýningu á Sólon í Bankastræti í síðustu viku.
Sara Elísa Þórðardóttir heitir ung myndlista kona sem hefur verið að verkja athygli að undanförnu fyrir skemmtilegar og litríkar myndir. Sýningin hennar stendur til 12. október og mæli ég með henni, þarna sýnir Sara myndir sem hún málaði eftir að hafa orðið fyrir miklum listrænum áhrifum í "DaVinci kirkjunni" fyrir utan Edinborg í Skotlandi.
Góða skemmtun !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.9.2007 | 21:02
Astrópía í góðu lagi !
Okkur hjónunum var boðir af Actavis á Astropíu í kvöld. Ég verð að segja alveg eins og er að myndin kom skemmtilega á óvart, flottur leikur, Ragnhildur Steinunn komst virkilega vel frá sínu aðalhlutverki, sagan skemmtileg og bráðfyndin á köflum. Hljóðið klikkaði aðeins á kafla í myndinni en það kom ekki að sök (Kringlubíó salur 1 by the way)
Mig langar til að óska aðstandendum myndarinnar til hamingju og að sjálfsögðu Róbert Wessman fyrir að bjóða okkur á myndina !
Takk fyrir.
Bloggar | Breytt 12.10.2007 kl. 22:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.9.2007 | 21:14
Iðnaðarmenn framtíðarinnar
Ég vil nota tækifærið og óska Símanum til hamingju með 3G símkerfið! Þetta er eitthvað sem við iðnaðarmenn eigum eftir að geta nýtt okkur í framtíðinni. Nú er hægt að hringja í arkitektinn og sýna honum á örfáum mínútum hverju maður vill breyta eða hvað það er á teikningunni sem ekki er hægt að framkvæma (kemur oft fyrir). Þetta á eftir að spara margar útskýringar og stytta marga fundi.
Svona sé ég fyrir mér iðnaðarmann framtíðarinnar: Hann er á bíl með fartölvu við mælaborðið sem segir honum hverju hann var búinn að lofa þann daginn, klukkan hvað hann á að mæta, hverja hann á að hitta o.s.f.v, hann er einnig með teikniforrit í tölvunni þannig að hann getur teiknað fyrir kúnnann skjólvegginn eða pallinn, hannað bætt og breytt þar til allir eru sáttir, því þá kemur ekkert "nú varstu að meina svona"? þegar búið er að smíða, hann prentar út myndina úr bílaprentaranum, skrifar reikninginn á staðnum, kúnninn millifærir úr heimatölvunni sinni, iðnaðarmaðurinn sendir endurskoðandanum afrit af reikningnum svo hann geti talið fram.
Allir fara heim sáttir og glaðir !
Bloggar | Breytt 12.10.2007 kl. 22:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
31.8.2007 | 17:45
Skólahreysti 2008 framundan !
Við Andrés sterki vorum á okkur 3 æfingu í dag! Vá maður ég er alveg búinn á því. Málið er að Skólahreysti fer af stað eftir áramótin alveg eins og í fyrra, fyrir þá sem ekki vita hvað það er, þá er þetta ein skemmtilegast keppni sem haldin hefur verið, krakkar í 8-9 bekk grunnskóla keppa í hreysti, og þarna er keppt í því að hanga, fara armbeygjur, hífa sig upp á slá og margt fleira og ekki má gleyma hraðabrautinni sem Andrés Guðmundsson setti saman fyrir Fittness keppni fyrir nokkrum árum, þetta er keppni milli skóla . Allavega ! Karlarni þurfa að koma sér í form fyrir keppnina, ekki það að við séum að fara að taka þátt, heldur er Andrés Pabbi keppninnar og þarf þar af leiðandi að vera í formi niður á gólfi þegar hann ræsir krakkana í hraðabrautina og ég "kallinn" þarf líka að vera í formi því eins og í fyrra kynni ég þetta fyrir Skjá 1.
Æfingin í dag byrjaði á að hlaupa og ganga rösklega til skiptis í 20 min, þar á eftir magaæfingar dauðans, teygja síðan á mjöðmum og mjóbaki þangað til manni lá við yfirliði, lyfta síðan í bekk, 60 uppí 85 kg, svo niður í 40 kg. 15 sinnum, aftur magaæfingar, upphífingar, armbeygjur, og hvað þetta heitir nú allt á fullu í klukkutíma, þá hélt ég að þetta væri að vera búið, nei þá segir Andrés "skreytum aðeins áður en við hættum" ha! sagði ég hvað er nú það? jú það er að gera æfingar fyrir upphandleggsvöðvana að framan og aftan "bíseb og tríseb" þá var tekið á því, eftir þetta hugsaði ég aftur, nú er þetta að vera búið, nei nei dregur ekki kallinn (Andrés) upp sippubandið, eftir 10 min í sippi var ég farin að líta í kring um mig eftir ruslafötu til að gubba í, en allt fór þetta vel púlsinn fór aldrei yfir 162 og við félagarnir fórum sælir og glaði út úr æfingastöðinni. Andinn var góður eins og Andrés segir oft.
Þetta var bara fyrsta vikan, ef þetta heldur svona áfram má Ívar Guðmundsson fara að vara sig.
Mundu að smæla framan í heiminn, þá smælar heimurinn framan í þig !
Góða helgi.
Bloggar | Breytt 12.10.2007 kl. 22:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)