Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

"Sara Elísa er framtíðin"...

IMG_9169

Þetta sagði ein ágæt kona við mig þegar ég var staddur á myndlistarsýningu á Sólon í Bankastræti  í síðustu viku.

Sara Elísa Þórðardóttir heitir ung myndlista kona sem hefur verið að verkja athygli að undanförnu fyrir skemmtilegar og litríkar myndir.  Sýningin hennar stendur til 12. október og mæli ég með henni, þarna sýnir Sara myndir sem hún málaði eftir að hafa orðið fyrir miklum listrænum áhrifum í "DaVinci kirkjunni" fyrir utan Edinborg í Skotlandi.

www.saraelisa.com

Góða skemmtun !


Astrópía í góðu lagi !

astro #2

Okkur hjónunum var boðir af Actavis á Astropíu í kvöld.  Ég verð að segja alveg eins og er að myndin kom skemmtilega á óvart, flottur leikur, Ragnhildur Steinunn komst virkilega vel frá sínu aðalhlutverki, sagan skemmtileg og bráðfyndin á köflum.  Hljóðið klikkaði aðeins á kafla í myndinni en það kom ekki að sök (Kringlubíó salur 1 by the way)

Mig langar til að óska aðstandendum myndarinnar til hamingju og að sjálfsögðu Róbert Wessman fyrir að bjóða okkur á myndina ! 

 Takk fyrir.


Iðnaðarmenn framtíðarinnar

100_0198

Ég vil nota tækifærið og óska Símanum til hamingju með 3G símkerfið!  Þetta er eitthvað sem við iðnaðarmenn eigum eftir að geta nýtt okkur í framtíðinni.  Nú er hægt að hringja í arkitektinn og sýna honum á örfáum mínútum hverju maður vill breyta eða hvað það er á teikningunni sem ekki er hægt að framkvæma (kemur oft fyrir).  Þetta á eftir að spara margar útskýringar og stytta marga fundi. 

Svona sé ég fyrir mér iðnaðarmann framtíðarinnar:  Hann er á bíl með fartölvu við mælaborðið sem segir honum hverju hann var búinn að lofa þann daginn, klukkan hvað hann á að mæta, hverja hann á að hitta o.s.f.v, hann er einnig með teikniforrit í tölvunni þannig að hann getur teiknað fyrir kúnnann skjólvegginn eða pallinn,  hannað bætt og breytt þar til allir eru sáttir, því þá kemur ekkert "nú varstu að meina svona"? þegar búið er að smíða, hann prentar út myndina úr bílaprentaranum, skrifar reikninginn á staðnum, kúnninn millifærir úr heimatölvunni sinni, iðnaðarmaðurinn sendir endurskoðandanum afrit af reikningnum svo hann geti talið fram.

Allir fara heim sáttir og glaðir !


Höfundur

Gunnlaugur Helgason
Gunnlaugur Helgason

Gunnlaugur er húsasmiðameistari, leikari og fjölmiðlamaður.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband