Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

VANDAMÁLATRÉÐ

tre_

Smiðurinn sem ég réð til að hjálpa mér að gera upp gamalt sveitabýli, hafði nýlokið erfiðum fyrsta degi í vinnunni.  Hann var klukkutíma of seinn í vinnuna vegna þess að það sprakk dekk á bílnum, rafmagnssögin hans gafst upp, og nú neitaði forni pallbíllinn hans að fara í gang. Meðan ég keyrði hann heim, sat hann við hlið mér í steingerfðri þögn. Þegar við vorum komnir, bauð hann mér inn til að hitta fjölskylduna. Þar sem við gengum að útidyrunum, stoppaði hann stuttlega við lítið tré og snerti trjágreinarnar með báðum höndum.Eftir að hann opnaði hurðina, varð á honum undursamleg breyting. Sólbrúnt andlit hans rifnaði í brosi og hann faðmaði börnin sín tvö og kyssti konuna sína.  Seinna gekk hann með mér að bílnum mínum. Við gengum framhjá trénu og forvitnin náði tökum á mér.  Ég spurði hann um það sem ég hafði séð hann gera fyrr um kvöldið. "Æ, þetta er vandamálatréð mitt," svaraði hann.  "Ég veit að ég kemst ekki hjá vandamálum í vinnunni, en það er eitt sem víst er, að þau eiga ekki heima á heimili mínu hjá konu minni og börnum. Þannig að ég hengi þau á tréð þegar ég kem heim á kvöldin. Síðan tek ég þau aftur af trénu á morgnana." "Það skrýtna er," sagði hann og brosti,  "að þegar ég kem út á morgnana og tek þau upp, þá eru þau ekki næstum eins mörg og mig minnti að ég hefði hengt upp kvöldið áður."

Ókunnur höfundur

Frábær geisladiskur !

katie_melua

 

Í dag labbaði ég inn í Hagkaup og keypti mér geisladisk !  Þetta er eitthvað sem ég geri ekki oft, hversvegna? jú í 24 ár starfaði ég við útvarp og fékk þá yfirleitt diskana gefins, þetta var svona svipað og þegar Allan Sherer hætti að spila fótbolta þá sagði hann: "nú þarf ég að kaupa mér bíl í fyrsta sinn, hingað til hef ég fengið þá gefins".  Þetta var skemmtileg tilfinning, ég hafði heyrt þennan disk auglýstan, heyrt eitt og eitt lag af honum á Bylgjunni, svo í dag, meðan þrjú af mínum börnum voru að skoða dótið í Hagkaup labbaði ég yfir í diskadeild Hagkaupa og sá þá diskinn í rekkanum, tók hann, borgaði, ásamt Pets dóti, Hot Wheels bíl og Ronaldinio svitabandi, keyrði heim og setti hann beint í spilarann uppí stofu, sem ég nota því miður ekki oft, þvílíkur unaður, heimilishaldið róaðist, (kannski var það bara ég) þessi diskur er fullur af skemmtilegum melódíum og frábærum textum, ég mæli hiklaust með honum, sannkallaður unaður í hröðu samfélagi nútímans. Söngkonan unga heitir Katie Melua og diskurinn Pictures.

 Takk fyrir mig Katie !

 


Sigur Rós í viðtali !

hats-white

Þetta verðið þið að skoða.  Tónlistarmenn í takt við tónlistina sem þeir leika.

http://www.npr.org/blogs/bryantpark/2007/10/


Höfundur

Gunnlaugur Helgason
Gunnlaugur Helgason

Gunnlaugur er húsasmiðameistari, leikari og fjölmiðlamaður.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband